Fara í innihald

Stefán Máni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Stefán Máni Sigþórsson (f. 3. júní 1970) er íslenskur rithöfundur. Hann hefur gefið út skáldsögur frá árinu 1996. Sögurnar eru á jaðri raunsæis, oft sagðar út frá sjónarhorni verkamanns og fjalla um skuggahliðar mannlegrar tilveru. Fyrsta skáldsaga hans, Dyrnar á Svörtufjöllum, kom út árið 1996 á eigin kostnað höfundar og vakti þó nokkra athygli. Glæpasagan Svartur á leik var tilnefnd til Glerlykilsins árið 2005. Árið 2012 var frumsýnd kvikmyndin Svartur á leik sem er byggð á samnefndri bók í leikstjórn[1] Óskars Þórs Axelssonar. Stefán Máni hefur í þrígang hlotið íslensku glæpasagnaverðlaunin Blóðdropann, árið 2007 fyrir Skipið[2], 2013 fyrir Húsið[3] og 2014 fyrir Grimmd.[4] Bækurnar hafa einnig verið valdar sem framlag Íslands til norrænu glæpasagnaverðlaunanna Glerlykilsins.

Ár Titill Útgefandi Flokkur Athugasemmdir og viðurkenningar
1996 Dyrnar á Svörtufjöllum Höfundur Skáldsögur
1999 Myrkravél Mál og menning Skáldsögur
2001 Hótel Kalifornía Forlagið Skáldsögur
2002 Ísrael: saga af manni Mál og menning Skáldsögur
2004 Svartur á leik Mál og menning Skáldsögur Tilnefnd til Glerlykilsins 2005
2005 Túristi Mál og menning Skáldsögur
2006 Skipið JPV-útgáfa Skáldsögur Hlaut Blóðdropann 2007
2008 Ódáðahraun JPV-útgáfa Skáldsögur Tilnefnd til Blóðdropans 2009
2009 Hyldýpi Mál og menning Skáldsögur Tilnefnd til Blóðdropans 2010
2011 Feigð JPV-útgáfa Skáldsögur Tilnefnd til Blóðdropans 2012
2012 Húsið JPV-útgáfa Skáldsögur Hlaut Blóðdropann 2013
2013 Úlfshjarta Mál og menning Unglingabækur
2013 Grimmd JPV-útgáfa Skáldsögur Hlaut Blóðdropann 2014
2014 Litlu dauðarnir Sögur Skáldsögur
2015 Nóttin Langa Sögur Unglingabækur
2015 Nautið Sögur Skáldsögur Tilnefnd til Blóðdropans 2016
2016 Hin æruverðuga og ættgöfuga hefðarprinsessa fröken Lovísa Perlufesti Blómsdóttir – Daprasta litla stúlka í öllum heiminum Sögur Barnabækur
2016 Svarti Galdur Sögur Skáldsögur
2017 Skuggarnir Sögur Skáldsögur Tilnefnd til Blóðdropans 2018
2018 Náttfiðrildi Menntamála­stofnun Unglingabækur
2018 Krýsuvík Sögur Skáldsögur Tilnefnd til Blóðdropans 2019
2019 Aðventa Sögur Skáldsögur
2020 Mörgæs með brostið hjarta – ástarsaga Sögur Skáldsögur
2020 Dauðabókin Sögur Skáldsögur
2021 Horfnar Sögur Skáldsögur
2022 Hungur Sögur Skáldsögur Tilnefnd til Blóðdropans 2022
2023 Hrafnskló Sögur Skáldsögur
2023 Borg hinna dauðu Sögur Skáldsögur
2024 Dauðinn einn var vitni Sögur Skáldsögur

Hörður Grímson

[breyta | breyta frumkóða]

Stefán Máni kynnti Hörð Grímsson fyrir lesendum sínum árið 2009 í bókinni Hyldýpi. Bækurnar um Hörð hafa ekki komið út í beinni tímalínu en sögurnar eru sjálfstæðar, því er hægt að lesa bækurnar í hvaða röð sem er.

Sögurnar í þeirri röð sem þær gerast:

  • Svartigaldur
  • Krýsuvík
  • Aðventa
  • Horfnar
  • Dauðabókin
  • Hyldýpi
  • Húsið
  • Feigð
  • Grimmd
  • Hungur
  • Borg hinna dauðu

Önnur útgáfa

[breyta | breyta frumkóða]
  • 2008 - Draugabjallan. Smásaga í ritinu At og aðrar sögur: Sextán spennandi draugasögur. Útgefandi: Mál og Menning.[5]
  • 2001 - Neðanjarðarljóð. Charles Bukowski í þýðingu Stefáns Mána.[6]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Hostel-framleiðandi vinnur að íslenskri glæpamynd - Vísir“. visir.is. Sótt 14. mars 2019.
  2. „Stefán Máni hlaut Blóðdropann“. www.mbl.is. Sótt 10. mars 2019.
  3. „Stefán Máni fær Blóðdropann - Húsið framlag Íslands til Glerlykilsins - Vísir“. visir.is. Sótt 10. mars 2019.
  4. „Stefán Máni fær Blóðdropann í 3ja sinn!“. RÚV (enska). 7. júlí 2014. Sótt 10. mars 2019.
  5. „At og aðrar sögur“. Forlagið bókabúð. 19. september 2008. Sótt 10. nóvember 2022.
  6. „Tímarit Máls og menningar - 2. tölublað (05.06.2001) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 10. nóvember 2022.
  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.